Frá Geysi í Haukadal að línuvegi á Haukadalsheiði sunnan Sandvatns.
Leiðin liggur um svæði, sem fyrr á öldum var gróið, með skógi og mýrum. Síðan fauk þetta allt niður í urð og grjót, en einstaka hríslur og mýrabotnar standa eftir, sum börðin þriggja metra há. Á síðustu áratugum hefur verið sáð í landið melgresi og lúpínu. Fífa og grávíðir eru aftur komin til skjalanna. Bendir flest til, að gróður skjóti aftur rótum á þessu svæði hægt og bítandi.
Förum frá Geysi austur að vegi inn að Haukadal og síðan eftir jeppaslóð austan Sandfells um Beinhóla, Skyggnisheiði og Hafliðahóla, að línuvegi á Haukadalsheiði sunnan Sandvatns.
11,5 km
Árnessýsla
Jeppafært
Nálægar leiðir: Helludalur, Skjaldbreiður.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort