Frá Syðri-Tungu á Tjörnesi að Fjöllum í Kelduhverfi.
Oftast er leiðin kölluð Tunguheiði. Þetta er grýtt og gróðurlaus heiði, en útsýni er gott af vestur- og austurbrúnum hennar, einkum af Biskupsási.
Förum frá Syðri-Tungu um móa og mýrar til austurs fyrir norðan Tungunúp og þaðan Skarðsbrekku upp á Tunguheiði, varðaða leið. Á háheiðinni förum við um Lambatorfur og síðan austur um Biskupsás í 480 metra hæð. Niður af heiðinni förum við um Gerðibrekku norðan við Sauðafell. Förum yfir erfitt Spóagil, þar sem það mætir Fjallagili. Loks förum við um vel grónar brekkur niður að Fjöllum.
14,2 km
Þingeyjarsýslur
Nálægir ferlar: Þeistareykir.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins