Frá Geirmundarstöðum í Selárdal um Staðarfjall til Staðar í Steingrímsfirði.
Leiðin er fremur brött upp með Þjóðbrókargili.
Förum frá Geirmundarstöðum eftir jeppaslóð norðvestur Selárdal og síðan áfram vestan Selár að Þjóðbrókargili. Síðan segir á Vestfjarðavefnum: “Er þá gengið upp með Þjóðbrókargili í Selárdal og heilsað upp á steinrunna tröllið Þjóðbrók sem forðum elti Gissur smalamann frá Stað. Gengið er hjá Steingrímshaugi þar sem Steingrímur trölli er dysjaður hæst á fjallinu ofan við Stað og síðan fram fjallið og niður með Kirkjutungum innan við Stað. Gönguleiðin yfir Staðarfjall var merkt árið 2004 af sjálfboðaliðahópi.”
12,9 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Kollabúðaheiði, Steinrímsfjarðarheiði, Trékyllisheiði.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort