Stafsheiði

Frá Víðinesi í Skriðdal um Stafdal til Þorvaldsstaða í Norðurdal í Breiðdalsvík.

Á kortinu er sýnd gamla reiðleiðin, en nú liggur jeppaslóð um dalinn og Stafsheiði, ekki alveg á sama stað og reiðleiðin.

Byrjum við þjóðveg 1 milli Arnhólsstaða og Víðilækjar í Skriðdal norðan við brúna á Jóku. Förum eftir jeppaslóð suðaustur dalinn austan við Hallbjarnarstaðatind og vestan Tröllafjalls. Við förum áfram fyrir mynni Djúpadals og eftir Stafdal suður um brekkuna Staf á skarðið í 680 metra hæð. Síðan förum við suður Stafsheiðardal niður í Norðurdal og síðan suðaustur Norðurdal að Þorvaldsstöðum.

21,3 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Hraungarðsbunga, Þórdalsheiði, Vatnsdalur, Launárskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort