Stapafell

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Njarðvík um Stapafell til Grindavíkur.

Greiðfær leið.

Í bæklingi Ferðamálasamtaka Suðurnesja um Árnastíg segir m.a.: “Upphaf Árnastígs er við Húsatóftir í Staðarhverfi (austan við golfvöllinn) og Skipsstígs við gatnamót Nesvegar og Bláalónsvegar ofan Járngerðarstaðahverfis í Grindavík. Leiðirnar koma saman ofan við Rauðamel og enda við Fitjar í Njarðvík. Í opnu bæklingsins má sjá kort af leiðunum. Árnastígur liggur með Sundvörðuhrauni, um Eldvarpahraunin, misgengi Klifgjár að Þórðarfelli og Stapafelli að gatnamótum Skipsstígs.”

Byrjum sunnan hitaveitutanka við þjóðveg 41 í Njarðvíkum. Förum suðaustur með hitaveituleiðslu. Beygjum síðan frá leiðslunni til suðurs, förum vestan Sjónarhóls. Síðan austan við Stapafell og Súlur, vestan við Þórðarfell og Lágafell. Suðaustur um Árnastíg og suður í Tóttakróka. Loks austur með vegi um ströndina til Grindavíkur.

16,4 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Vatnsleysuströnd, Skipsstígur, Sýrfell, Einiberjahóll, Skjótastaðir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort