Amazon-dagblaðið

Fjölmiðlun

Jeff Bezos, eigandi Amazon netverzlunarinnar, hefur átt Washington Post í rúmt ár. Að hans undirlagi er blaðið að steypa sér á bólakaf í veraldarvefinn. Núna fylgjast blaðamennirnir vel með umræðunni á vefnum, taka hana upp og vinna úr henni fréttir. Reynt er að finna strauma í umræðunni og nýta þá til að grafa upp frekari fréttir. Þær verða síðan hluti umræðunnar. Óljóst er enn, hvert breytingar Bezos munu leiða. Stefnan er að koma upp hundrað milljón lesendum á vefnum. Einnig er óljóst, hvernig hinum mikla ókeypis lestri verður breytt í tekjur. Þær þurfa að mæta kostnaði við hið sögufræga blað, sem rotaði Nixon. Sjá SPIEGEL