Frá Ytri-Löngumýri í Blöndudal um Svínadal til Eldjárnsstaða í Blöndudal.
Stóradalsháls er mikill ás með melum og mýrum. Leiðin liggur ofan garða í Stóradal, sem að fornu hét Sléttárdalur. Þar bjó á 19. öld Kristján ríki Jónsson, sem rak sauðina suður Kjöl að vetrarlagi 1858, sem frægt varð.
Förum frá Löngumýri vestur fyrir Stóradalsháls og síðan til suðurs vestan til í Stóradalshálsi og suður um Sléttárdal. Sunnan við eyðibýlið Stóradalssel sveigjum við til suðausturs fyrir norðan Barðalækjartjörn. Síðan austur yfir Gilsá norðan við Gilsvatn og austur yfir þjóðveg F35. Síðast í sneiðingum suðaustur Eldjárnsstaðabungu niður að Eldjárnsstöðum.
15,5 km
Húnavatnssýslur
Nálægar leiðir: Gilsárvatn
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort