Stóriskyggnir

Frá Kirkjuskarði í Hrunamannahreppi um Stóraskyggni að Jötu.

Á móts við Jötu er skilti sem vísar veg vestur Skipholtsfjall að einu af byrgjum Fjalla-Eyvindar. Hann fæddist og ólst upp þar í nágrenninu, á Hlíð, þar sem foreldrar hans bjuggu. Jón, bróðir Eyvindar, bjó líka hér í nágrenninu, í Skipholti. Stundum kom Eyvindur þangað úr útlegð sinni af öræfum og leyndist þar í skreiðarskemmu í skjóli bróður síns eða við skápinn í Skipholtsfjalli. Eyvindur var í tuttugu ár í útlegð á fjöllum og bjó víða, enda mátti alltaf búast við eftirleit yfirvaldsins. Bezt bjó hann í Eyvindarkofaveri á Sprengisandi. Minnisvarði um hann er á Hrafnfjarðareyri í Jökulfjörðum, þar sem hann var bóndi um skeið.

Förum frá Kirkjuskarði norður um Stóraskyggni, Kotlaugafjall og Skipholtsfjall og loks austur á slóðina milli Foss og Jötu.

9,41 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Hrunamannahreppur, Skipholt.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jón Hermannsson