Stóruvallaheiði

Frá Þingskálum á Rangárvöllum um Stóruvallaheiði að Leirubakka í Landssveit.

Góður moldarvegur svigar um hólana.

Förum frá Þingskálum vestur að Ytri-Rangá og norður um vað á ánni. Þaðan norður í Hrólfsskálahelli og vestur í Gróf og norður í Bjalla. Þaðan norðaustur um Stóruvallaheiði að Stóruvöllum og síðan að þjóðvegi 26 austan Skarðs. Förum með þjóðveginum austur að Leirubakka.

18,1 km
Rangárvallasýsla

Nálægir ferlar: Knafahólar, Heklubraut, Rangárbotnar.
Nálægar leiðir: Víkingslækur, Réttarnes, Skarfanes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson