Frá Holti í Holtsdal um Vatnskleifar að Skógi á Rauðasandi.
Heitið Sandsheiði er oftar notað um þessa heiði.Jóhann Svavarsson: “…frá gamalli rétt ofan brúar á Holtsá. Gatan liggur upp hallandi hjalla um Akurgötu. Þegar Akurgötu sleppir liggur leið til vesturs yfir Þverá. … Frá Þverá taka við melhjallar að Vatnakleifum, Vatnakleifarhorn er til vesturs, endi Skarðabrúna. Átjánmannabani er nafn á vatni sem liggur undir Hvarfhól sem er hæsti hluti heiðarinnar. … Leið liggur til suðvesturs og eru þar sérstæðar jarðmyndanir sem heita Moldhaugar. Hrólfsvirki er til norðurs. Leið til Skógardals á Rauðasandi liggur um svæði sem ber nafnið Gljá. … Leiðin frá Gljá að Skógardal liggur um melhjalla, farið er yfir Þverá, þaðan liggur leið norðan ár til Skógardals. Sandsheiði var fjölfarinn fjallvegur, flutningaleið frá verstöðvum í Útvíkum.”
Byrjum norðan við Holtsá og förum vestur og upp Akurgötu sunnan í Hagamúla. Vestnorðvestur um Þverárlautir upp á Vatnskleifar í 460 metra hæð. Síðan vestsuðvestur Sandsheiði sunnan Hrólfsvirkis og norðan Molduxa. Niður Skógardal sunnan við Mábergsfjall að vegi 614 við Skóga og Móberg.
14,7 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Rauðisandur, Hreggstaðadalur, Sigluneshlíðar, Bjarnagata.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort