Suðurfjörur

Frá Flatey til Hafnar í Hornafirði.

Af Suðurfjörum er fagurt útsýni yfir fjallahringinn í Hornafirði. Áður var bátur hafður í bátaskýli yzt á sandinum til að ferja fólk til kaupstaðar á Höfn. Þurfti þá að rekja sig eftir ræsum, því að víða er fjörðurinn ekki bátgengur.

Förum frá Flatey suðaustur um grasbakka og sanda út á leirur og niður á fjöruna norðaustan við Skinneyjarhöfða. Síðan austur Suðurfjörur / Vesturfjöru að norðanverðu að Suðurfjörutanga við Hornafjarðarós. Þar er sæluhús. Gaman væri að fá hér bát til að ferja sig og hesta inn til Hafnar í Hornafirði eða yfir í Austurfjörur og halda þar áfram ferðinni.

19,7 km
Skaftafellssýslur

Skálar:
Suðurfjörutangi: N64 13.913 W15 11.942.

Nálægar leiðir: Fláajökull.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort