Svartaskarð

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Furufirði um Svartaskarð til Óspakshöfða í Þaralátursfirði.

Heitar uppsprettur og sundlaug eru í Reykjafirði. Slóðin um Svartaskarð er grýtt og erfið og snjóþung á vetrum. Óspakshöfði er kenndur við Óspak þann, sem í Eyrbyggju fór ránsferðir um Vestfirði og bjó á Óspakseyri í Bitrufirði.

Förum frá sæluhúsinu í Furufirði suður yfir dalinn og þaðan ógreinilega sneiðinga suðsuðvestur og upp á Reiðhjalla. Þar verður slóðin skýrari og vel vörðuð austsuðaustur og upp í Svartaskarð í 420 metra hæð. Þar er gott útsýni til Drangajökuls. Úr skarðinu förum við austur um greinilegan sneiðing um hjalla og síðan austnorðaustur og niður varðaða götu til Óspakshöfða.

6,7 km
Vestfirðir

Skálar:
Furufjörður: N66 15.888 W22 14.152.

Nálægar leiðir: Reykjafjarðarháls, Skorarheiði, Bolungarvíkurbjarg, Furufjarðarnúpur, Þaralátursnes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort