Hringleið um Svínanes milli Kvígindisfjarðar og Illugastaða í Skálmarfirði.
Leiðin er löng og erfið með bröttum hlíðum og skriðurunnum. Víða er birkikjarr. Undirlendi er helzt yzt á nesinu, þar sem Geirmundur heljarskinn hélt svínin, sem gáfu nesinu nafn.
Förum frá bænum Kvígindisfirði suður með Kvígindisfirði, um Svínanes og Kumbaravog. Síðan með ströndinni vestur fyrir Svínanesfjall og norður með Skálmarfirði um Selsker og Seltanga til Illugastaða.
26,8 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Bæjarnes, Skálmardalsheiði.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort