Tagl

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Trékyllisheiði um Tagl til Trékyllisvíkur eða Ingólfsfjarðar á Ströndum.

Byrjum á jeppaslóðinni yfir Trékyllisheiði, þar sem reiðslóðirnar liggja til austurs til Djúpuvíkur og Reykjarfjarðar. Við höldum hins vegar áfram jeppaslóðina norður að Búrfellsvatni og meðfram vatninu austanverðu að tagli Búrfells. Við förum austan þess og síðan til norðvesturs ofan við brúnir Reykjarfjarðar. Förum vestan við Miðaftanshæðir og austan við Náttmálahæðir og síðan norður um Tagl. Þar beygjum við til norðausturs og förum fyrir norðan Glissu og Eyrarfell. Við Eyrarfell beygjum við til norðurs og förum fyrir austan Haugsfjall. Komum þar á vegarslóða milli Trékyllisvíkur og Ingólfsfjarðar.

24,3 km
Vestfirðir

Jeppafært

Nálægar leiðir: Trékyllisheiði, Háafell, Krossnesmúli, Seljanesmúli, Brekkuskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort