Frá Klyppstað í Loðmundarfirði um Tó að Gilsárteig í Eiðaþinghá.
Úr Bárðarstaðadal upp á Tó er farið í erfiðum sneiðingum upp Neðraklif og Efraklif. Fjallið sjálft er fremur ógreiðfært, en varðað frá gömlum tíma.
Förum frá Klyppstað suðvestur og vestur Bárðarstaðadal norðanverðan um Úlfsstaði og Bárðarstaði. Upp úr dalbotninum til norðvesturs undir Herfelli. Við erum komin á Tó í 590 metra hæð norðaustan við Tóarhnjúk og suðaustan við Vatnshæðir. Förum vestur með Tóarvatni og yfir drög Tóardals á Múla og áfram vestur og niður að Gilsárteigi.
21,3 km
Austfirðir
Erfitt fyrir hesta
Skálar:
Klyppstaður: N65 21.867 W13 54.051.
Nálægar leiðir: Norðdalsskarð, Vestdalsheiði, Hjálmárdalsheiði, Loðmundarfjörður, Kækjuskörð, Afréttarskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins