Frá Hellisheiði niður að Þurá í Ölfusi.
Lítið farin nú á tímum.
Leiðin var stundum kölluð Skógarvegur, því að um hann var sóttur skógarviður í Grafning. Hún er vörðuð.
Byrjum á við þjóðveg 1 á Hellisheiði rétt austan við afleggjarann að Ölkelduhálsi. Þangað má komast gamla Hellisheiðarveginn eða slóðina milli hrauns og hlíða. Frá þjóðveginum liggja götur, sem við förum til suðurs. Leiðin liggur nánast beint í suður alla leið, fyrst austan við Tröllahlíð og vestan við Núpafjall og síðan í Trölladal, þar sem við komum í Háaleiti, þar sem er skarð í heiðina. Förum suður yfir Þurá og síðan austur og niður hlíðina sunnan árinnar að Þurá.
6,7 km
Árnessýsla
Nálægar leiðir: Hengladalaá, Hellisheiði.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins