Tröllatunguheiði

Frá Svarfhóli í Króksfirði að Húsavík í Steingrímsfirði.

Farið er með bílvegi með nokkurri sumarumferð.

Förum frá Svarfhóli norðaustur um Bakka og Bakkadal eftir jeppavegi norður á fjallið. Áfram norðnorðaustur eftir fjallinu um Krókavatn og Laugavatn í 400 metra hæð. Síðan milli Hæðarvatns og Miðheiðarvatns. Áfram norðnorðaustur Tröllatunguheiði milli Arnkötludals að vestan og Tungudals að austan, niður Múla og í Tröllatungu, að vegi 61 við Húsavík.

18,9 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Bæjardalsheiði, Vatnadalur, Bakkafjall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort