Upptyppingar

Frá vegamótum þjóðvegar 910 suðaustan við Fremri-Fjallshala yfir Jökulsá til Herðubreiðar og Öskju.

Jeppafær tengileið milli öræfanna vestan og austan Jökulsár á Fjöllum og Kreppu. Brú á Jökulsá sunnan Upptyppinga og á Kreppu í Krepputungu tengja saman öræfi norður- og austurlands. Tungan milli fljótanna er löng, 50-60 km, og mjó, 1-2 km þar sem hún er nyrzt. Upptyppingar eru móbergsfjöll í Ódáðahrauni vestan Krepputungu. Þeir eru tvítyppt fjallaþyrping og eru áberandi kennileiti. Jökulsá á Fjöllum rennur í sveig niður með þeim austanverðum.

Byrjum á þjóðvegi F910 suðaustan við Fremri-Fjallshala. Förum til vesturs á þjóðvegi F910, yfir Dyngjuháls, Kverkfjallaslóð og á brú yfir Kreppu. Suður Krepputungu til Kreppulóns. Síðan norðvestur á brú yfir Jökulsá við Upptyppinga og þaðan norðvestur að Herðubreiðartöglum.

41,0 km
Austfirðir, Þingeyjarsýslur

Skálar:
Dyngja: N65 09.236 W15 57.400.
Tungubúð: N65 03.623 W16 10.770.

Jeppafært
Athuga nýtt Holuhraun

Nálægir ferlar: Grágæsadalur, Öskjuleið.
Nálægar leiðir: Brattifjallgarður, Miðgötumúli, Hvannalindir, Kverkfjöll, Vatnajökulsvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort