Táknar ekki neitt

Punktar

Andstaða Samfylkingarinnar við olíuvinnslu norðaustur af landinu er einskis virði þykjustuleikur. Nærtækari er hér á landi stórfelldur umhverfisvandi, sem Samfylkingin sinnir lítt. Andstaðan við olíuleitina er flótti frá veruleika skelfilegrar stöðu íslenzkra umhverfismála. Við þurfum að vinda ofan af þeirri firringu, að hér þurfi að búa til örfá störf með tombóluverði á raforku. Með tilheyrandi umróti og flutningsturnum munu þær framkvæmdir valda stórfelldum skaða á náttúru og þjóðarsál. Í samanburði er olían bara óljós draumur eða martröð, sem fjarar út löngu fyrir framkvæmd. Mannalætin tákna ekki neitt.