Vopnafjörður

Frá Hlíð í Vesturárdal í Vopnafirði upp á hringveg 1 við Langadalsvörðu á Möðrudalsheiði.

Örnefnið Biskupsáfangi minnir á, að þetta var hluti Biskupaleiðar, sem lá vestur um Möðrudal og forna ferju á Jökulsá á Fjöllum við Ferjufjall og síðan vestur yfir Ódáðahraun norðan Kerlingardyngju og síðan um Suðurárbotna vestur í Kiðagil og á Sprengisand. Leiðin liggur norðan við núverandi bílveg til Vopnafjarðar og er ófær jeppum. Á leiðinni er farið hjá ýmsum eyðibýlum, sem fóru úr byggð á 19. og 20. öld. Gunnar Gunnarsson skáld átti Arnarvatn og bjó þar í eitt ár í 400 metra hæð, áður en hann fluttist að Skriðuklaustri. Þar er nú fjallaskálinn Arnarvatnsheiði.

Förum frá Hlíð norðvestur upp á Rjúpnafell og síðan vestsuðvestur á Búrfell. Þaðan til suðvesturs vestan Þverfells og áfram suðvestur fyrir suðaustan Álftavatn. Áfram um Desjamýri suðvestur að skálanum við Arnarvatn. Þaðan suður Möðrudalskvos og vestur með Möðrudalskvísl. Síðan til suðurs vestan við Brunahvammsháls að Banatorfum. Suður fyrir endann á Súlendum og þaðan til suðvesturs austan við Þjóðfell um Biskupsáfanga, á þjóðveg 1 við Langadalsvörðu.

40,3 km
Austfirðir

Skálar:
Arnarvatnsheiði: N65 35.479 W15 24.126.

Nálægar leiðir: Haugsleið, Dimmifjallgarður, Hofsárdalur, Skjöldólfur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort