Frá Kelduhverfi um Þeistareyki á Hólasand.
Á Þeistareykjum er eyðibýli, sem sagt er, að bjarndýr hafi eytt. Þar hefst líka við draugurinn Þeistareykjamóri, hundur sem þar drapst. Á Þeistareykjum er mikill jarðhiti, sem til stendur að virkja. Áður var þar unninn brennisteinn.
Byrjum við þjóðveg 85 í Kelduhverfi, sunnan við Lónslón, hálfum kílómetra vestan við Lón. Þar liggur gamli Reykjaheiðarvegurinn suður með Framfjöllum, fyrst með Hólmafjalli og Stallfjalli, um bæinn Fjöll, síðan meðfram Nafarfjalli og Háskálafjalli. Þá um Áfanga og upp Varnarbrekkur vestan Þríhyrnings. Við suðurenda fjallgarðsins komum við að Sæluhúsmúla, þar sem er fjallakofi í 290 metra hæð. Þar beygjum við af Reykjaheiðarveginum austur Bláskógaveg og komum eftir tæpa tvo kílómetra að jeppafærri þverslóð suður um Rauðhól og Þeistareykjahraun að sæluhúsinu í Þeistareykjum í 360 metra hæð. Förum síðan jeppagötu suður með Bæjarfjalli vestanverðu og Kvíhólafjöllum. Þar erum við í 400 metra hæð. Síðan liggur leiðin suður um Borgarhraun og svo til suðvesturs um Hólasand að þjóðvegi 87 milli Húsavíkur og Mývatns. Þar er sæluhúsið Hólasandur í 360 metra hæð.
31,7 km
Þingeyjarsýslur
Skálar:
Sæluhúsmúli: N65 57.686 W17 02.070.
Þeistareykir : N65 52.565 W16 57.340.
Hólasandur: N65 44.167 W17 06.397.
Nálægir ferlar: Keldunesheiði, Hamrahlíð, Þeistareykjabunga.
Nálægar leiðir: Spóagil, Bláskógavegur, Sæluhúsmúli, Sandabrot, Randir, Draugagrund.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson