Samfylkingin jörðuð

Punktar

Gunnar Smári Egilsson jarðar Samfylkinguna í grein sinni í Fréttatímanum, sem ég tengi við hér fyrir neðan. Verklýðsályktun flokksins er firrt, mælir með enn einni þjóðarsáttinni. Slíkt er ófært meðan ríki og atvinnurekendur standa saman sem einn klettur gegn lífskjörum fólks. Í lokin segir GSE: „Samfylkingin varð hins vegar til á Blair-árunum, þegar hluti vinstrimanna vildi trúa endalokum sögunnar, að stéttaátök liðinnar aldar væru að baki og að við sigldum inn í tíma þar sem sátt væri um öll meginkerfi samfélagsins og að stjórnmál snérust nú frekar um stíl og blæbrigði samfélagsins en átök um réttlæti og jöfnuð.“

SMÁRI