Neytendablaðinu tókst að birta óralanga uppsláttarfrétt um bættar merkingar á mat, án þess að geta um erfðabreytt efni. Þar eru listar yfir það, sem merkja ber, en ekkert minnst á notkun erfðabreyttra efna. Málgagn neytenda minnist ekki á þátt, sem margir vilja vita um. Fróðlegt hefði verið að frétta, hvort skylt sé að merkja slíkt eða ekki og hvers vegna. Neytendasamtökin eru varla á vaktinni. Rétt eins og verkalýðssamtökin eru varla á vaktinni í kjaramálum. Grein Neytendablaðsins var já-og-amen lofgrein um kerfið. Hefði heldur kosið grein um aðgerðir, ef einhverjar eru, gegn leyndinni um erfðabreytt efni í mat.