Öxarfjörður

Frá Snartarstöðum í Öxarfirði að Syðri-Bakka í Kelduhverfi.

Þetta er tengileið milli Kelduhverfis og leiða um Melrakkasléttu. Önnur leið að fjallabaki er kennd við Þverárhyrnu. Öxarfjörður er þurr og mjög gróin sveit, víða skógi vaxin frá fornu fari, notaleg að sumarlagi. Núparnir einkenna landslagið. Í Öxarnúpi er Grettisbæli, þar sem talið er, að Grettir hafi falizt. Mestur hluti þessarar leiðar er með þjóðvegi.

Förum frá Snartarstöðum með þjóðvegi 85 suður Öxarfjörð. Förum um Presthólahraun og Núpasveit, vestan við Valþjófsstaðafjall, framhjá fiskeldi Silfurstjörnunnar við Núpsvatn, meðfram Brunná undir Öxarnúpi. Förum að þjóðvegi 867 yfir Öxarfjarðarheiði, förum hann til austurs einn kílómetra að rétt neðan við Sandfellshaga. Þaðan förum við suður hjá eyðibýlunum Skeggjastöðum og Lækjardal, yfir Brunná og um Tunguhólma, upp á veg 865 að Hafrafellstungu. Förum nokkra tugi metra eftir þeim vegi til vesturs, og síðan áfram suður að Smjörhóli vestan Hafrafells og austan Smjörhólsfells. Sunnan Smjörhóls beygjum við til vesturs niður að Ferjubakka við þjóðveg 85. Þaðan er stutt leið með þeim vegi að brúnni á Jökulsá á Fjöllum. Við förum yfir brúna og fylgjum þjóðvegi 85 um Kelduhverfi, framhjá afleggjara að Tóvegg og Ávegg. Höldum síðan beint norður frá þjóðveginum að Bakkahlaupi og síðan norðvestur með hlaupinu, um Teigjur milli hlaupsins og Skjálftavatna. Förum norður og vestur fyrir Skjálftavötn og komum þar á slóð um eyðibýlið Þórunnarsel að Syðri-Bakka við Bakkahlaup.

55,3 km
Þingeyjarsýslur

Jeppafært

Nálægir ferlar: Klíningsskarð, Rauðhólar, Þverárhyrna, Öxarfjarðarheiði, Hafrafellsleið, Hljóðaklettar, Keldunesheiði.
Nálægar leiðir: Vellankatla, Beltisvatn, Hólaheiði, Hólsstígur, Ærlækjarsel, Urðir, Súlnafell, Hestatorfa, Dettifossvegur, Hrútafjöll, Bláskógavegur, Krossdalur.

Skrásetjari: Sæmundur Eiríksson
Heimild: Sæmundur Eiríksson