Töluverð sókn er orðin í háskólamenn, sem fyrir peninga vilja setja nafn sitt undir pappíra. Þetta er til dæmis orðin atvinna fyrir lögfræðinga, sem eru ekki nógu snjallir til að verja fjárglæframenn. Einnig eru hagfræðingar eftirsóttir. Við sáum slíkt plagg, þegar mælt var með þremur seðlabankastjórum, sem valdir væru með leynd. Svo eru líka nokkrir stjórnmálafræðingar, sem skýra tölur úr könnunum með almæltum þvættingi. Þannig hafa birzt fyndnar útskýringar á tölum úr formannskosningu Samfylkingarinnar. Í stað kauplausra nefnda eru nú skipaðir hálaunaðir „sérfræðingahópar“, sem eindregið mæla með þvættingi hagsmunaaðila.