Ljósmyndarar hafa orðið

Blaðamennska
Ljósmyndarar hafa orðið

Menn byrja á ýmsan hátt. Einn sem unglingur, sem foreldrar óku á vettvang. Annar átti foreldra, sem ráku dráttarbíla. Þriðji byrjaði með föður sínum. Fjórði á skólablaðinu og árbók skólans. Fimmti skoðaði blöðin. Sjötti fór í skóla.

Mark Duncan keyrði olíubíl og tók myndir í frístundum: “Farðu í háskóla og taktu próf í ljósmyndablaðamennsku og komdu þér í starfsnám á fjölmiðli.” Sjálfur nam hann tölvunafræði og segir það hafa komið að nokkru gagni.

Rusty Kennedy byrjaði í starfsnámi, fylgist með og fékk að vinna. Hann segir, að þú fáir ekki allt í bókum eða með því að fylgjast með. “Ljósmyndun er svo verkleg, að þú verður að stunda hana sjálfur.” Og læra af eigin reynslu.

Longstreath: “Þegar þú ert orðinn ánægður með myndirnar þínar, er kominn tími til að skipta um starf. Þú verður stöðugt að vera að bæta þig og iðn þína.” “Það er ekki til neitt, sem heitir “nógu gott”.”

Horst Faas: Farðu varlega, gættu þín. Faas vann innan um hópa í Kongó, sem voru til alls vísir. Hann notar einskota myndavélar. Hann lærir hrafl í tungu staðarins. Hann sker sig ekki úr í klæðaburði eða hegðun. Hann otar ekki vélinni í deyjandi fólk.

Horst Faas:
“Legðu áherzlu á nokkur góð andartök.”

J. Pat Carter:
“Þú verður að halda áfram að safna þekkingu.”
Carter tók myndir af fellibyljum.

Alan Diaz:
“Um leið og þeir opnuðu þá skaut ég.”
Tók myndir af árás sérsveita á hús í Miami.

Diaz var eini ljósmyndarinn, sem mátti vera inni í íbúðinni. Hann hafði komið á sambandi við fjölskylduna og hafði verið mánuðum saman í tengslum við hana. Þegar innrásin var gerð, var honum sagt að fara, en hann tók ekki mark á því.

Þegar þú kemur á nýjan stað, þarftu að læra, hvernig fólkið og menningin tekur við þér sem ljósmyndara. Í Afríku er hægt að ganga nærri fólki, en í Asíu þarftu að halda fjarlægð. Einkalíf fólks er þar víðara en í Afríku.

Longstreath: “Ef þú ert ljósmyndari, verður þú að venja þig á að hafa ævinlega myndavél við hendina, að minnsta kosti það nauðsynlegasta. Þú veist aldrei, hvar eða hvenær næsta saga gerist.”

Charles Rex Arbogast:
“Það borgar sig að vinna heimavinnuna.”
Fylgdist með forsetaframboði Bill Bradley.

David Guttenfelder:
Fylgdist með flóttamönnum við landamæri Rúanda.

David Martin:
“Þú verður að blotna til að ná bestu myndunum.”
Tók myndir af fellibyljum.

David Phillip, Pat Sullivan:
“Það er einhæft að skjóta blóm.”
Íþróttamyndir
Fjarstýringar: Önnur leið til að sjá

Fjarstýringar snúast um að auka valið. Hver atburður hefur eitt rétt sjónarhorn. En þú getur ekki verið þar, af því að þú getur ekki verið alls staðar. Mannlausar myndavélar hafa rutt sér til rúms.

Skotið er af mannlausum myndavélum með því að nota útvarpsbylgjur, harðan vír eða með tölvum, sem tengjast vélunum með örbylgjum. Pocket Wizard er tæki, sem margir nota í þessu skyni, auðvelt í upposetningu og handhægt í meðförum.

Áður varð að skipta tíðnisviðum, svo að menn trufluðu ekki myndavélar á víxl. Nú nota með sérstakar tíðnir til að forðast slíkt. Í bókinni eru nokkur dæmi um slíkar myndir, sem teknar eru að ofan, úr körfu, frá markneti.

Lýsing: Ed Reinke notaði flöss áhorfenda til að ná mynd af heimahlaupi Mark McGwire. Margir eru of uppteknir af því að mæla lýsingu í stað þess að láta ljósið vinna með sér. Willard D. Morgan: “1001 Ways To Improve Your Photographs”

Alex Burrows: “Finndu rétta skólann og fáðu réttu þjálfunina. Fáðu góða menntun. Ekki bara hagnýta menntun, heldur þendu hana út með almennri þekkingu á heiminum og þjóðum hans. Farðu síðan á dagblað, sem ræktar vinnu þína.”

Stafrænar: Nauðsynlegt er að hafa grundvallarforsendur ljósmyndunar í huga. Þær hafa ekki breyst með stafrænum myndum. Þú segir söguna. Þú lýgur ekki. Stafrænar vélar komu til sögunnar hjá AP um miðjan síðasta áratug síðustu aldar.

Kenny Irby: “Hvað snertir gæði mynda í dagblöð og tímarit og veraldarvefinn, þá eru gæði stafrænna myndavéla í lagi. Myndirnar hafa upplausn, sem menn geta notað.”

Elise Amendola: “Vertu aldrei ánægður. Haltu áfram að leita, haltu áfram að skjóta. Teldu þér ekki trú um, að þú sért kominn með myndina. Vertu að vinna í málinu fram á leiðarenda. Til þess verður þú að vera vakandi og viðbúinn.

David Lonstreath: “Okkar hlutverk er ekki að búa til myndir til að stækka upp á vegg. Við eigum að útvega myndir í blöð og tímarit og veraldarvefinn.”

Menn eru orðnir það sáttir við stafrænar myndir, að þeir eru hættir að tala um tæknina og gæðin og aftur farnir að tala um innihaldið. Toren Beasley: “Við erum í tímahraki, við þurfum að koma mynd frá einum stað á annan og í dagblaðið.”

Þjálfun skortir í stafrænni myndatöku. Hún er ólík myndatöku með filmu. Ljósmyndarinn er frjálsari, hann þarf ekki myrkrakompu, hann þarf ekki einu sinni rafmagn. Með stafrænni vél, tölvu og farsíma geturðu sent mynd hvar sem er.

Ami Vitale: Reglurnar eru hinar sömu og áður. Fólk leitar að sterkum myndum. Þú verður að koma með góða sögu og góðar myndir. Ef ég kem með lélega vinnu úr stafrænni myndavél, muntu eiga jafn erfitt með að selja hana og áður með filmuvélum.

Ljósmyndarar, sem hafa lent í byltingunni úr filmuvélum í stafrænar vélar, standa andspænis annarri byltingu, frá kyrrum myndum yfir í myndbönd. Það mun breyta bæði formi og innihaldi myndanna. Þessi bylting verður óhjákvæmileg.

Ný blanda af fjölmiðlum, þar sem dagblöð og tímarit, útvarp og sjónvarp sameinast á internetinu, kallar á nýja tegund blaðamanna. Stundum munu menn vinna í teymum, þar sem ljósmyndarinn er sérfræðingur í sínu fagi í hópnum.

Jafnframt verða þær aðstæður tíðari, að eftirspurn er eftir ljósmyndara, sem getur púslað saman kröfum hljóðs, hreyfingar og mynda. Það er erfitt að vinna margs konar fjölmiðlun samtímis, en þeir, sem það geta, verða eftirsóttir.

Sumir munu reyna að höndla alla fjölmiðlun á einni hendi, kunna á texta fyrir mismunandi fjölmiðla, á hljóð, mynd og hreyfingu. Þeim mun reynast erfitt að þjóna mörgum herrum í senn. Sumum mun takast það og þeir munu njóta velgengni.

Sá sem áður var bara ljósmyndari, þarf nú að velta fyrir sér, hvar hann eigi að staðsetja hljóðnemann. Hann hugsar ekki um myndatökuna á meðan. Þótt tæknin magnist og fari á færri hendur, eykst ekki hæfni manna til að takast á við verk.

Larry Nighswander segir: “Engin vafi er á, að fleiri tæki eru til að segja sögu núna en fyrir tíu árum. En ég held ekki, að fjöldi þeirra, sem geta sagt sögu, hafi aukist neitt á þessum tíu árum.” Ljósmyndir hafa ekki batnað, segir hann.

Ef þú setur hljóðtæki og myndbandstæki og stafræna myndavél í hendur meðalmanns í ljósmyndun og sendir hann út á vettvang, þá færðu bara meðalmennsku í hreyfingu, meðalmennsku í hljóði og meðalmennsku í mynd. Við verðum ekki betur sett.

Unga fólkið, sem hefur alist upp með tölvum, er opnara fyrir samspili miðlanna. Það mun taka forustu í að sameina mynd, hreyfingu og hljóð og kannski síðar texta að auki. Nú er hreyfingin mest í þá átt að sameina mynd, hreyfingu og hljóð.

Allt er þetta ögrun. Myndataka er ögrun út af fyrir sig. Hreyfing er önnur ögrun og hljóð er þriðja tegund ögrunar. Með sameiningu tækninnar verða mikil tækifæri í boði fyrir þá, sem vilja mæta þessari ögrun.

Elise Amendola telur, að myndin muni áfram standa fyrir sínu eins og textinn, af því að hún sé hrein og upprunaleg. Í myndbandi trufla hreyfingin og hljóðið. Það eru því spennandi tímar framundan fyrir ljósmyndara.

Netið er dagblað nútímans, í sífelldri þróun. Þetta nýja dagblað sættir sig ekki við eina eða tvær verulega góðar myndir á dag. Það þarf góða mynd á hálftíma fresti. Upp er risin starfsgrein fjöltæknis, sem kann allar greinar fjölmiðlunar.

Sjá nánar:
Brian Horton, AP Guide to Photojournalism, 2. útgáfa 2001

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé