Forsætisráðherra og fjármálaráðherra ljúga ítrekað, að í nágrannalöndunum séu seðlabankastjórar fleiri en einn. Þvert á móti er einn seðlabankastjóri í hverju norðurlandanna og einnig einn í Bretlandi og í Bandaríkjum. Ættu hér á landi að vera þrír seðlabankastjórar jafngilti það 3000 seðlabankastjórum í Bandaríkjunum miðað við fólksfjölda. Bitur reynsla er af ráðningu pólitískra kvígilda í seðlabankann, einkum fyrrverandi flokksformanna. Allt mælir gegn fleiri seðlabankastjórum hér. Athyglisvert er, hversu léttilega ljúga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, þegar það hentar á líðandi stund.