Herkúles nútímans

Punktar

Evrópusambandið er heimsins mesta efnahagsveldi. Hefur meiri heildarframleiðslu en Bandaríkin eða Kína. Fleiri af 500 stærstu fyrirtækjum heims eru í Evrópu en í Bandaríkjunum, Kína eða Japan. Evrópa er vél nútímans. Samt notar Evrópa bara helminginn af orkunotkun Bandaríkjanna. Um leið er Vestur-Evrópa sá heimshluti, sem farsælast tengir markað og velferð. Límið í samfélagi Vestur-Evrópu er mun sterkara en í Bandaríkjunum. Ríkisrekið heilbrigðiskerfi og önnur þjónusta hins opinbera ber af öðrum heimshlutum. Lífsgæði fólks eru bezt í Evrópu. Þjóðverjar vinna aðeins 1400 tíma á ári, en kúgaðir Bandaríkjamenn vinna 1800 tíma á ári.