Nýir lífeyrisþegar eru að byrja að átta sig á, að áunninn lífeyrir veitir þeim ekki neitt, sem þeir fengju ekki án hans. Greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast nefnilega frá greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Gæludýr verkalýðsrekenda og atvinnurekenda stela peningum almennings til að hossast í ýmsum fjárglæfrum. Reka fyrirtæki, sem eru fjandsamleg starfsfólki sínu og borga ekki mannsæmandi laun. Það eru nú öll afrek sjóðanna, svo einfalt er það. Reyni menn að losna úr þessari ánauð, eru þeir úthrópaðir af Guðmundi Gunnarssyni. Skil vel, að Sölvi Tryggvason, sem á hvorki hús né bíl, neiti að borga afgjald til lénsherranna.