Samband er á milli fjölgunar dauðsfalla á höfuðborgarsvæðinu og aukins styrks brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum í nágrenni þess, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. „Þessi rannsókn gefur vísbendingu um, að það sé eitthvað að gerast og það þurfi að skoða þetta betur,“ SEGIR Ragnhildur Finnbjörnsdóttir. Hún er að skrifa doktorsritgerð um málið. Samkvæmt þessu notar Orkuveitan íbúa svæðisins sem tilraunadýr, hugsanlega með lífshættulegum afleiðingum. Þarf ekki að stinga við fótum? „Við erum í raun mjög aftarlega á merinni á Íslandi með að skoða áhrif loftmengunar á heilsu. Norðurlöndin eru miklu duglegri …“