Hættulegur nágranni

Punktar

Nú eru Norðurlönd búin að skilgreina Rússland að nýju sem hættu við heimsfrið og sérstaka ógnun við norðurslóðir. Ísland stóð með öðrum að þeirri ákvörðun. Nú er spurning, hvað gert verði við helzta umboðsmann og stuðningsmann Pútins Rússlandsforseta hér á landi. Mun Gunnar Bragi Sveinsson setja öryggisvakt á Ólaf Ragnar Grímsson, hlera síma hans og hafa á honum aðrar gætur? Greinilegt er, að stóraukin fyrirferð Pútíns hefur rekið fleyg gegnum miðjuna á Undralandi Framsóknarflokksins. Nú ríður á, að hinn þjóðrembdi flokkur láti hinn mikla og ástsæla leiðtoga flokksins segja sér, til hvaða ráða verði að grípa í stöðunni.