Menntun á að mennta

Punktar

Hægri hönd forseta Alþýðusambandsins segir, að skólakerfið eigi að vinna með atvinnulífinu. Það er rangt eins og annað, sem verkalýðsrekendur hafa meðtekið af of náinni sambúð við atvinnurekendur. Markmið skólakerfisins á að vera að mennta. Minna máli skiptir, hvort lokapróf er tekið í þessari grein eða hinni. Lengi var brezka ríkið rekið af útskrifuðum sérfræðingum í grískum og latneskum bókmenntum. Ekki er unnt að sjá, að einhver tilgreind tæknileg menntun hefði hentað betur. Engin leið er að átta sig á, hvaða sérfræði verður mikilvægari eða lítilvægari eftir marga áratugi. Fólk lærir af reynslu sinni, það er bezt.