Á flokksþingi Framsóknar þóttist forsætis vitna í hrægamma um varðstöðu hennar gegn ásælni þeirra. Fljótlega kom í ljós, að hann var að vitna í orð Ásmundar Einars Daðasonar, eigin aðstoðarmanns. Þau birtust í fréttabréfi Einars Karls Haraldssonar, almannatengils Glitnis. Leyniskjal leiðtogans mikla um leiðtogann mikla reyndist bara aðstoðarmaður leiðtogans mikla. Þessu fagnaði þingheimur á þingi flokksins um helgina, enda tæplega annað í boði. Leiðtoginn mikli segist hafa efnt öll sín loforð, þótt aðrir sjái slíks engin merki. Sjónhverfingar eru framsóknarmönnum gleðiefni, enda er fátt þar til þess fallið að gleðja fávísa.