Formaður Framsóknar og forsætis er „galinn“. Þar með lýsi ég ekki skilgreindum sjúkdómi samkvæmt flokkunum geðlækna, sálfræðinga eða sálkönnuða. Að baki þess er engin skammstöfun, sem fletta má upp í Wikipedia. Menn horfa margir á orð Sigmundar Davíðs, fórna höndum og segja: Hann er ekki í lagi, hann er galinn. Í gamla daga byrjaði hann á að ljúga feitt um ferilinn. Æ síðan hefur hann verið sambandslítill við veruleikann. Nú gerir hann orð fulltrúa síns að leyniskýrslu hrægamma. Lifir í eigin draumaheimi og vaknar stundum upp til að kvarta yfir réttmætri gagnrýni. Trúir á eigin mikilfengni, en er bara nytsamur bötler hjá bófaflokki Bjarna Benediktssonar.