Hvaða orð lýsir þessari sérstæðu hegðun?: Maður nokkur lýgur feitt um námsferil sinn. Sér óvini í hverju horni. Er mest í felum fyrir þeim og lætur engan ná í sig. Kemur fram stöku sinnum og froðufellir af þjóðrembu, paranoju og einkum þó af óskammfeilnu lýðskrumi. Lofar öllu fögru og ímyndar sér, að hann hafi efnt öll sín loforð. Fullyrðir það raunar blákalt, rétt eins og hann komi af annarri plánetu. Vel getur verið, að sérfræðingar, sem eru fróðir í flokkunum flókinna fyrirbæra, geti sagt okkur, hvað amar undir niðri að honum. Hitt er þó ljóst, að það er hann, sem amar að þjóðinni. Kannski er það bara hún, sem er galin.