Þótt ríkisstjórnin sé að mestu skipuð bjánum, gera menn sér þó grein fyrir, að vanda þurfi útgönguskattinn. Forsætisráðherra hefur lagt það til málanna, að sá heiti stöðugleikaskattur. Ekki er skatturinn verri fyrir það. Mikilvægari eru ýmis hliðaratriði til að hindra kollhnísa og jarðskjálfta í peningamálum. Ekki má verða áhlaup á krónuna og gengi hennar má ekki bila. Ekki dugir að velta herkostnaðinum yfir á láglaunafólk og velferðarfólk. Kjör þess eru komin undir þolmörk. Ekki dugir að taka á afmörkuðum hluta, heldur ber að skipuleggja málið í heild. Það eitt fréttist nú af skattinum, að forsætis skipti um nafn á honum.