Meðan atvinnurekendur fullyrða, að bara sé svigrúm fyrir 3,3% kauphækkun fólks, hækka stjórnarlaun í Granda um 33%. Tíu sinnum stærra svigrúm er þannig fyrir hina innvígðu. Sýnir fáránleika fullyrðingarinnar um, að atvinnulífið þoli bara 3,3% hækkun, annars fari allt í steik. Láglaunafólki er kennt um óðaverðbólgu, sem samtök atvinnurekenda hóta. Jafnframt eru uppi kröfur um, að ríkið „komi að samningunum“, það er niðurgreiði samningana. Framganga atvinnurekenda hvetur almenning væntanlega til að láta ekki deigan síga. Ekki veit á gott, að allir verkalýðsrekendur eru vita málstola, aðrir en Vilhjálmur Birgisson á Skaganum.