Íslenzka hrunið og kreppur í útlöndum stöfuðu af skorti á eftirliti og aðhaldi með ábyrgðarlausum banksterum. Pólitíkusar og banksterar deila sökinni jafnt. Til áhrifa í bönkum komast eingöngu siðblindingjar, það sýnir sagan trekk í trekk. Með alla þessa peninga í höndunum valda þeir margfalt meira tjóni en nokkrir aðrir ævintýradólgar. Það sýnir sagan trekk í trekk. Pólitíkusar taka gráðugir við peningum bankstera til að kosta prófkjör og kosningar. Í þágu banksteranna draga þeir úr opinberu eftirliti og gelda það á ýmsan hátt. Það er krónískur vandi lýðræðis, að pólitíkusar ganga fyrir peningum frá banksterum.