Skiptum út bossunum

Punktar

Ekki er óæskilegt og afleitt að hækka stjórnarlaun NÚ. Alltaf afleitt, burtséð frá tíma. Sigmundi Davíð finnst hækkunin óþægileg, því að fólk tekur eftir henni. Vegna þvergirðings atvinnurekenda í kjaradeilum líðandi stundar. Væru líka afleit utan tíma kjaradeilna. Laun stjórnarmanna, forstjóra og annarra yfirmanna í atvinnurekstri eru of há í samanburði við lág laun almennings. Með lágum launum eru atvinnurekendur að flytja hluta launakostnaðar yfir á velferð ríkisins. Eins og þeir heimta nú, að ríkið „komi að“ yfirstandandi kjaradeilu. Aumingjar geta ekki rekið fyrirtæki skammlaust. Skipta þarf út atvinnurekendum.