Ísland sætir ítrekuðum áminningum vegna vanefnda á alþjóðlegum samningum, sem landið hefur tekizt á herðar. Einkum standa lýðræðislegar endurbætur fastar í koki íslenzkra siðvillinga í pólitík. Enn einu sinni erum við skömmuð fyrir að jafna ekki kosningarétt kjördæma. Nú eru áminningunum farnar að fylgja hótanir um refsiaðgerðir. Sama gildir um loforð um aðgerðir gegn spillingu. Einnig þar hafa íslenzk stjórnvöld dregið lappirnar. Þetta er til skammar. En skýrir líka, hvers vegna bófaflokkum í pólitík er svona illa við aðild að Evrópusambandinu. Aðildin mun þrengja svigrúm bófaflokkanna til að reka gerræði í stað lýðræðis.