Skoðanakönnun MMR sýnir, að tveir flokksforingjar njóta trausts, báðar konur, Katrín Jakobsdóttir og Byrgíta Jónsdóttir. Þær njóta meira trausts en flokkar þeirra. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar húka í hrútakofa þessarar könnnunar. Hafa ekki einu sinni traust þeirra fáu, sem enn styðja flokka þeirra. Í sama hópi og Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson er Árni Páll Árnason. Hann var nýlega staðfestur sem formaður krata og mun halda þeim flokki í hrútakofanum næstu árin. Þessi könnun vekur vonir um, að næstu kosningar verði pólitískt þrifabað. Þá verði landhreinsun gerð á aflóga pólitíkusum og aflóga bófaflokkum þeirra.