Hvað sem að öðru leyti má segja um Íslendinga, eru þeir alúðlegir við ókunna. Það sé ég bezt á veitingahúsum. Ég er ekki að tala um ýkta, leikna alúð, heldur eðlilega hlýju í mannlegum samskiptum. Hjá þeim, sem hafa samskipti við kúnna, þjónustufólkinu. Það er stærsta auðlind landsins og mikilvægasti þátturinn í ofurvexti ferðaþjónustunnar. Atvinnurekendur hafa lítinn skilning á þessu og vilja sjálfir éta alla kökuna. Þjónusta er vanmetin og launin eru hneyksli. Hér þarf að koma ríkisstjórn, sem lögfestir 500.000 króna lágmarkslaun. Slíkt mun skipta út óhæfum bossum og treysta ferðaþjónustu í sessi sem mestu auðlindina.