Hugtök án innihalds

Punktar

Ásgeir Jónsson var fyrrum þekktur sem spámaður Kaupþing-bankans. Þekktur fyrir rök, sem byggðust á röngum hugtökum. Slíkt kallast peningafræði eða auðfræði. Í þeim hugarheimi varð aukin viðskiptavelta að fínu orði, „hagvexti“. Þannig gat Kaupþing aukið hagvöxt með því að selja sápukúlur fram og aftur á síhækkandi verði. Unz allt sprakk. Nú er Ásgeir aftur upp vakinn og beitir öðrum hugtökum auðfræðinnar á sama hátt. Um helgina fjallaði hann um framleiðni, sem er fínt orð yfir vinnulaun. Kvartaði yfir lítilli framleiðni hér. Sagði það orsaka lágu launin. Veruleikinn er þveröfugur, þú eykur „framleiðni“ með því að hækka laun.