Hefðbundin er aðkoma ríkisstjórnar að kjarasamningum, venjulega á lokastigi. Þá eru skattgreiðendur látnir niðurgreiða kjarasamninga, sem atvinnurekendur vilja ekki standa við. Dæmigerð íslenzk hallærislausn til að tempra verðbólgu. Hún stafar af, að hér á landi er lítil eða engin samkeppni. Atvinnurekendur hækka verð í kjölfar samninga og komast upp með það. Hér gilda engin markaðslögmál, bara einokun og makk um fáokun. Þar á ofan grýtti stjórnin mörgum milljörðum í eigendur sína, ofurgráðuga kvótagreifa. Kjarni vandans leynist í tröllheimsku kjósenda. Vandinn linast fyrst, þegar bófunum er komið varanlega frá völdum.