Samfylkingin og Björt framtíð hafa glatað fótfestu. Verndun víðerna hefur skjól hjá Vinstri grænum og lágstéttir hafa skjól hjá Vilhjálmi Birgissyni. Formaður Samfylkingarinnar varð frægur af Árnalögum í þágu banka gegn skuldurum. Hálfu frægari er hann af svikum við stjórnarskrá fólksins. Árna Páli er vantreyst meira en Sigmundi Davíð og Bjarni Benediktssyni. Sem ég hélt, að væri bara alls ekki hægt. Endurkjör hans sýnir firrtan flokk Blair-isma, eins konar „Thatcher light“. Flokkurinn er heiladauður krati. Örlítið lífsmark finnst með Bjartri framtíð, sem áður var helzt þekkt af að vera fínt í tauinu að pósera í þinginu.