Verðlag að geðþótta

Punktar

Gallinn við krónuna er, að atvinnurekendur nota hana til að lækka laun. Hér er hvorki frjáls markaður né bremsa á verðhækkunum. Atvinnurekendur hafa einokun eða samráð um fáokun. Að loknum kjarasamningum hækka atvinnurekendur verð að geðþótta, krónan fellur og málið er dautt. Kjarasamningar valda ekki verðbólgu, heldur ákvarðanir atvinnurekenda. Við þessu er bezta ráðið að framkalla markað með aðkomu erlendra fyrirtækja. Afnema ber dulda vernd, sem ónýtir pilsfalda-kapítalistar njóta, kvóta og fríðindi, höft og tolla. Kjarasamningar verði hér eftir eingöngu skráðir í evrum og sett verði lög um lágmarkslaun í sömu mynt.