Hver snillingurinn á fætur öðrum segir okkur að leggja rafstreng til Bretlands hið bráðasta. Þannig verði raforkuverð sjöfaldað, að sögn snákaolíusölumanns úr Íhaldsflokknum. Ekki er enn upplýst, hver á að borga spottann eða ábyrgjast, að hann verði greiddur. Ekki er heldur enn upplýst, hversu mikið rafmagnið muni hækka til almennings, þegar raforkuverðið sjöfaldast. Enn síður er upplýst, hvaðan orkan eigi að koma. Ætla snákaolíusölumenn að virkja Skógafoss og Gullfoss? Makalaust er, að svona mikil froða sé um eina himnaríkissendingu án þess að knýjandi spurningum sé svarað. Lærum nefnilega aldrei af reynslunni.