Heldur daprast minnisvarðar Kristjáns L. Möller. Fyrrverandi samgönguráðherra er orðinn dýrasti ráðherra sögunnar. Fyrst var það Landeyjahöfn og síðan eru það Vaðlaheiðargöng. Í hvort tveggja var ráðizt af offorsi og óforsjálni, sem einkennir einbeitta kjördæmapotara. Bara drífa í þessu, hugsaði kratinn eins og hann væri Framsókn. „Árangur áfram, ekkert stopp“ var slagorð Framsóknar, en fleiri hafa reynzt kræfir. Á Landeyjasandi er dælt og dælt og ekkert lagast. Og í Vaðlaheiði verður dælt og dælt og ekkert lagast. Fleiri komu að ruglinu en Kristján einn, en ráðherra dæmist til að vera persónugervingur „nauts í flagi“.