Þöggunarkrafa skoðanafasista

Punktar

Samtökin 78 heimta þöggun. Hyggjast kæra tíu manns fyrir svonefnd hatursummæli, „háð, róg og smánun“ í garð hinsegin fólks. Skref í átt til nýrrar þöggunar að hætti handhafa sannleikans. Móðgaðir fara að kæra fólk fyrir að tjá sig. Skárra þó en að grípa til vopna eins og móðgaðir múslimar. Eigi að síður upphafið að endalokum tjáningarfrelsis á vesturlöndum. Fleiri hópar handhafa sannleikans telja sig finna fyrir „vanlíðan“ vegna mótdrægrar tjáningar. Tjáningarfrelsi er samt hornsteinn lýðræðis frá upphafi þess. Menn hafa mátt tjá  „vondar“ skoðanir sínar eins og „góðar“. Þöggunarkrafa Samtakanna 78 er skoðanafasismi.