Krafa stéttarfélaga um 300.000 króna mánaðarlaun er hlægilega lág. Kostnaður við framfærslu nemur 500.000 krónum. Samtök atvinnurekenda hefðu átt að fagna kröfunni um lágu töluna og skrifa undir í flýti. Í staðinn grætur forstjóri samtakanna svo stíft, að hann er kominn með varanlega skeifu. Við þurfum öll að bera herkostnaðinn af stífni atvinnurekenda. Ofan á hana heimta þeir, að ríkið komi að málinu og niðurgreiði launahækkanir. Ekki má kenna stéttarfélögum um komandi verðbólgu. Hún mun stafa af verðsamráði atvinnurekenda. Fyrirtæki hafa ráð á 300.000 króna smánarlaunum, annars eiga þau engan tilverurétt í nútíma.